Bekkjarfulltrúar

Foreldrar

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar, meðal annars með því að halda viðburði fyrir bekkinn utan skólatíma.

Bekkjarfulltrúar

Bekkjarfulltrúar eru kosnir af foreldrum í hverjum bekk eða tilnefndir í samráði við fyrri bekkjarfulltrúa. Æskilegt er að bekkjarfulltrúar séu minnst tveir fyrir hvern bekk og að einungis sé skipt um annan bekkjarfulltrúann á hverju ári, þannig að allavega annar sitji 2 ár í senn. Í byrjun september skal liggja ljóst fyrir hver verður bekkjarfulltrúi fyrir skólaárið.

Þau sem vilja vera með í starfi bekkjarfulltrúa geta sent tölvupóst á [email protected] með nafni og fyrir hvaða bekk þau ætli að starfa.