Nám og kennsla

Frístundaheimilið Lækjarsel

Lækjarsel er fyrir börn í 1. til 4. bekk, óháð getu, þroska eða fötlun. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við alla hópa. Þar er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf og mikla útiveru.

Í Lækjarseli kynnast börnin hinum ýmsu tómstundum. Leitast er við að hafa starfið sem fjölbreyttast svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi, til dæmis með útiveru, fjölbreyttum leikföngum, spilum, föndurefni og kubbum. Öll starfsemi Lækjarsels er í kjallara á yngsta stigs gangi.

Skráning í frístund

Foreldrar skrá barnið í frístund á frístundavefnum Völu. Best er að senda inn skráninguna fyrir 15. júní fyrir næsta skólaár, eftir það fara umsóknir á biðlista og eru ekki afgreiddar fyrr en í ágúst. Skráning gildir í eitt skólaár í senn (ágúst–júní). Sjá nánar um frístund á vef Hafnarfjarðar.

Opnunartími

Lækjarsel opnar eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur (kl. 13:20) og er opið til 17.

  • Lækjarsel er opið á skipulagsdögum skólans, samtalsdögum, skertum dögum og í jóla- og páskafrí. Þessir dagar eru kallaðir lengd viðvera. Á lengdri viðveru opnar Lækjarsel kl. 8 og lokar kl. 17. Það þarf að skrá barn sérstaklega á frístundavefnum Völu og er það auglýst þegar að því kemur.
  • Lækjarsel er lokað í vetrarfríi, á rauðum dögum og er með 1 skipulagsdag á önn þar sem er lokað.

Frístundaakstur

Börn í 1.–4. bekk fá fylgd í frístundaakstur sem keyrir þau á æfingar hjá íþróttafélögum bæjarins. Skrá þarf barn sérstaklega í frístundaaksturinn í Völu. Aksturinn er ókeypis og komast öll skráð börn að, líka börn sem eru ekki skráð í frístundaheimili.

Sjá nánar um frístundaakstur á vef Hafnarfjarðar.