Áherslur í námi og kennslu

Nám og kennsla

Jákvætt og öruggt námsumhverfi

Í Lækjarskóla er lögð áhersla á jákvætt og öruggt námsumhverfi þar sem nemendur fá tækifæri til að þroskast og styrkja sjálfsmynd sína. Markmiðið er að nemendur tileinki sér heilbrigða lífshætti og taki sífellt meiri ábyrgð á sjálfum sér og námi sínu eins og aldur og þroski leyfir.

Foreldrar bera ábyrgð á námi barna þeirra og ætlast er til að foreldrar fylgist með náminu í samvinnu við barnið og kennara.

Leiðir

  • Regluleg nemendaviðtöl (einkaviðtöl kennara og nemenda).
  • Samstarf við foreldra.
  • Reglulegir bekkjarfundir, hlutverkaleikir, umræður um álitamál og þjálfun í að setja sig í spor annarra.
  • Lýðræðisleg vinnubrögð nemenda.
  • Unnið er samkvæmt Olweusaráætluninni gegn einelti.
  • Unnið eftir SMT-skólafærni til að samræma viðbrögð við að styrkja jákvæða hegðun undir einkunnarorðum skólans: Ábyrgð – VirðingÖryggi

Fjölbreytt námsumhverfi

Skólastarfið á að vera áhugahvetjandi og skapandi. Leitast er við að hafa fjölbreytta kennsluhættir sem koma til móts við þarfir nemenda. Nemendum er veitt þekking til undirstöðu fyrir frekara nám og starf og eiga að eflast í sjálfstæðum vinnubrögðum og samvinnu sem mótast af virðingu og víðsýni gagnvart öðrum.

Leiðir

  • Þróunarstarf um fjölbreytta kennsluhætti og fjölbreytt námsmat í anda aðalnámskrár grunnskóla.
  • Krefjandi verkefni við hæfi hvers og eins.
  • Sveigjanleg hópaskipting.
  • Fjölbreytt framboð á valgreinum fyrir unglingastig.
  • Áhersla á vettvangsferðir.
  • Nemendur geta fengið aðstoð og tekið þátt í margvíslegum keppnum, til dæmis í  upplestri, stærðfræði, nýsköpun, söng, skák og smásögum.
  • Kennslustofur eru útbúnar þannig að hægt sé að vinna með fjölbreyttar aðferðir og efnivið.

Faglegt lærdómsumhverfi

Stjórnendur og annað starfsfólk hefur skýra sýn sem einkennist af fagmennsku og metnaðarfullum væntingum til allra innan skólans. Fagþekking, þjónustulund og verkkunnátta á að þróast í samræmi við stefnu skólans.

Leiðir

  • Stuðningur við þróun starfsfólks í starfi og áhersla lögð á mat og árangur. Sérstaklega er stutt við nýliða í kennslu og nýtt starfsfólk.
  • Virkt ferli símenntunaráætlunar.
  • Samvinna milli deilda og starfsfólks.
  • Vettvangur þar sem starfsfólk miðlar þekkingu sín á milli, meðal annars til að þróa nýjar leiðir í kennslu.
  • Tengsl og samvinna við háskóla, rannsóknaraðila á sviði kennslu og uppeldismála og aðra faghópa.