Í Lækjarskóla er lögð áhersla á traust samstarf milli foreldra og skólans. Stefnt er að því að foreldrar og forsjáraðilar séu virkir þátttakendur í námi barna og vel upplýstir um starfsemi skólans. Með þátttöku í foreldrastarfi fá foreldrar tækifæri á að kynnast og vinna saman að hagsmunamálum barnanna og vellíðan þeirra í skólanum. Að vera í fulltrúi í foreldrafélagi eða bekkjarfulltrúi gefur góða innsýn í starf skólans og krefst ekki mikillar vinnu. Foreldrar sem hafa áhuga á að starfa með foreldrafélaginu þótt þeir vilji ekki vera fulltrúar geta gefið kost á sér í einstök verkefni, til dæmis piparkökumálun, vorhátíð eða annað.