Félagsmiðstöðin Vitinn Í Vitanum er boðið upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir unglinga í 8.–10. bekk en einnig er boðið upp á starf fyrir miðdeild. Þar fá ungmenni tækifæri til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum. Vitinn heldur úti fjölbreyttri dagskrá í samstarfi við nemendafélagið sem tekur mið af áhugamálum hverju sinni. Starfið einkennist af gagnkvæmri virðingu, jákvæðum samskiptum og unglingalýðræði. Upplýsingar um starfið má finna á Facebook og Instagram-síðum Vitans. Vitinn kemur að mörgum viðburðum sem snúa að félagslífi unglinganna. Grunnskólahátíð er sameiginlegt ball allra grunnskólanna í bænum og er hún samvinnuverkefni allra félagsmiðstöðvanna í bænum og er að jafnaði haldin um miðjan febrúar. Vitinn sér einnig um árshátíðina. Vitinn leitast við að ná til ungmenna sem ekki stunda heilbrigt tómstundarstarf eða teljast til áhættuhóps. Í Vitanum er hverjum einstaklingi mætt á sínum forsendum og veitt tækifæri til að njóta sín í félagsstarfinu. Vitinn er staðsettur í íþróttahúsi Lækjarskóla á annarri hæð. Opnunartímar Bekkur Opnunartímar 5. bekkur Mánudagar 17:00–18:45 6. bekkur Miðvikudagar 17:00–18:45 7. bekkur Föstudagur 17:00–18:45 8.–10. bekkur Mán/mið/fös 19:30–22:00 Vitinn á samfélagsmiðlum Instagram Facebook