Skólanámsskrá

Nám og kennsla

Hlutverk skólanámskrár er að veita upplýsingar um áætlaða framkvæmd skólastarfs í skólanum í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla. Skólanámskrá skýrir hvaða hæfni er stefnt að nemandi nái á hverju námssviði og námsgrein með daglegu skólastarfi.

Ábyrgðin á framkvæmdinni er sameiginleg hjá skólayfirvöldum, starfsfólki skóla, foreldrum og nemendum, með vissri verkaskiptingu og mismunandi ábyrgð í skólastarfinu.

Samhliða skólanámskrá er gefin út starfsáætlun skóla sem þarf að lesast samhliða til að skólanámskráin skiljist í heild og fái fullt samhengi.

Hver árgangur er með sína skólanámskrá með áherslu á það nám og kennslu sem stefnt er að fari þar fram.

Aðalnámskrá

Aðalnámskrá grunnskóla er rammi um grunnskólastarfið og leiðsögn um tilgang þess og markmið. Hún birtir heildarsýn um menntun og er gefin út af mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Grunnþættir

  • Læsi.
  • Sjálfbærni.
  • Lýðræði og mannréttindi.
  • Jafnrétti.
  • Heilbrigði og velferð.
  • Sköpun.