Skólareglur Fylgjum fyrirmælum alls starfsfólks. Göngum frá eftir okkur. Gerum okkar besta. Verum stundvís. Verum kurteis og tillitsöm. Virðum eigur annarra. Virðum rétt annarra (til dæmis er myndataka háð leyfi). Gætum handa okkar og fóta. Göngum inni. Reglur um ástundun Ítarlegri skólareglur Agaferill SMT Reglur um símanotkun Nemendur í 1.–7. bekk sem eru með farsíma geyma þá í skólatöskum sínum og hafa slökkt á þeim á skólatíma. Það sama á við um frímínútur og vettvangsferðir, þar sem um er að ræða hluta af skólatíma nemenda. Viðurlög við brotum á farsímanotkun: Umsjónarkennari tekur símann og nemandi fær hann í lok dags. Kennari tekur símann og kemur til deildarstjóra og nemandi þarf að koma til hans og sækja símann eftir að skólatíma lýkur. Deildarstjóri tekur símann og foreldrar þurfa að sækja símann í skólanum. Nemendur í 8.–10. bekk geta gert símasamning við umsjónarkennarann sinn og fá þannig leyfi til að vera með símann á skólatíma en skila honum í geymslu kennara á meðan á kennslustund stendur. Annars gilda sömu reglur og hér að ofan. Reglur um hjól, hlaupahjól og bifhjól Reiðhjól og hlaupahjól Nemendur mega mæta á hjóli eða hlaupahjóli í skólann. Nemendur í 1. bekk verða að vera í fylgd fullorðins. Æskilegt er að nemendur í 2.–4. bekk séu í fylgd eldri einstaklinga. Nemendur eiga að vera með hjálm. Skólinn ber ekki ábyrgð á hlaupahjólum nemenda. Notkun reiðhjóla og hlaupahjóla er bönnuð á skólatíma, líka í frímínútum. Hjólum skal leggja í hjólagrindur eða við grindverk og læsa. Vespur Nemendur, 13 ára og eldri, mega koma í skólann á léttu bifhjóli í flokki 1 (geta náð allt að 25 km/klst). Nemendur, 15 ára eða eldri, sem hafa ökuréttindi á létt bifhjól í flokki 2 (vélknúnar skellinöðrur sem geta náð allt að 45 km/klst.) mega koma á þeim í skólann. Notkun hjólanna er bönnuð á skólalóð og bannað að fara á þeim í íþrótta- og sundtíma. Nemendur eiga að vera með hjálm. Skólinn ber ekki ábyrgð á bifhjólum nemenda.