Dagur íslenskrar tungu lendir á sunnudegi þetta árið en sjálfsagt er að hafa hér orðsendingu um daginn og verkefni sem fjölskyldur geta gert saman.

Á degi íslenskrar tungu minnumst við á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjumst og fögnum sögu hennar, samtíð og framtíð. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert.

Hvað getur fjölskyldan gert á þessum fallegi degi

  • Samið ljóð og lesið ljóð
  • Farið í orðaleiki
  • Hafa íslensk kaffiboð með kleinum, flatkökum og skyri
  • Velt fyrir sér íslenskum mannanöfnum og merkingu þeirra
  • Læra ný íslensk orð
  • Hlusta á íslenska tónlist og hlaðvörp
  • Farið á bókasafn og notið þess að setjast niður og lesa bækur eftir íslenska höfunda
  • Farið á söfn og menningarstofnanir

Þá er dagur íslenskrar tungu fánadagur á Íslandi.