Dagur mannréttinda barna er haldinn 20. nóvember ár hvert og er hann helgaður vitundarvakningu og fræðslu um Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og þau réttindi sem öll börn eiga að njóta.

Dagurinn er táknrænn en þennan dag árið 1989 var Barnasmáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á Íslandi var Barnasmáttmálinn undirritaður á Alþingi árið 1990 og svo lögfestur á Alþingi árið 2013.

Með aðild að Barnasáttmálanum skuldabindur Ísland sig til að grípa til allra nauðsynlegra og viðeigandi ráðstafana til að innleiða hann að fullu á öllum sviðum samfélagsins.

Í Lækjarskóla höldum við upp á daginn með því að kynna nemendum fyrir Barnasáttmálanum og nemendur fá fræðslu um réttindi barna.