Lækjarskóli hefur ákveðið að taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ og munum við hlaupa föstudaginn 4.október. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og líðan. Nemendur hafa hingað til getað valið á milli þriggja vegalengda þ.e. 2,5 km, 5 og 10 km. Við í Lækjarskóla hlaupum 2.5 kílómetra. Hlaupaleiðin er örugg en nemendur þurfa aldrei að fara yfir neinar götur. Hlaupið byrjar á Hörðuvallatúni og endar á sama stað. Flestir nemendur þekkja hlaupaleiðina en hluti hennar er notaður á miðstiginu í útihlaupum. Kennarar og annað starfsfólk þurfa að dreifa sér á ákveðna staði innan leiðarinnar og leiðbeina nemendum að fara rétta leið. Allt starfsfólk fær kort af leiðinni og leiðbeiningar hvar það á að vera frá deildarstjóra. Þegar nemendur koma í mark fá allir svaladrykk og fara síðan aftur í Lækjarskóla. Dagskrá: Yngsta stig : Mæting á Hörðuvallatún 08:20 (hlaup 08:30) Miðstig: Mæting á Hörðuvallatún 13:00 (hlaup 13:10) Unglingastig: Mæting á Hörðuvallatún 10:10 (hlaup 10:20)