Skólinn

Í Lækjarskóla eru um 2 bekkir í hverjum árgangi. Í upphafi skólaársins 2023–24 voru um 480 nemendur í skólanum.

Skólahverfi Lækjarskóla markast af markast af svæðinu innan Reykjavíkurvegar, Fjarðargötu, Lækjargötu og Reykjanesbrautar. Börn hafa forgang í þann hverfisskóla þar sem þau eiga lögheimili en hægt er að sækja um skólavist í öðrum skólum. Sjá nánar um innritun í grunnskóla.

Leiðarljós og stefna Lækjarskóla

Leiðarljós skólans eru: Ábyrgð – VirðingÖryggi.

Í Lækjarskóla stefna kennarar, þroskaþjálfar og aðrir starfsmenn að því sameiginlega markmiði að Lækjarskóli sé í hópi bestu skóla, innan lands og utan. Þetta felur í sér að öllum skuli gert jafnhátt undir höfði og vegna fjölbreytileika nemenda er margvíslegum aðferðum beitt sem byggja á víðtækri þekkingu starfsfólks.

Áhersluatriði

  • Árangursstjórnun, virkjun allra starfsmanna.
  • Sjálfsmat og eftirfylgni.
  • SMT-skólafærni.
  • Innleiðing lestrarþjálfunaraðferðarinnar PALS.
  • Skima breytingu á þörf fyrir sérkennslu frá yngstu stigum til eldri stiga.
  • Endurskoðun námskrár og handbókar.
  • Námsmat.
  • Lýðræði og jafnrétti.
  • Heilsa og hollusta.
  • Innleiðing nýrrar námskrár.

Sérstök áhersla er lögð á líðan nemenda sem endurspeglast í bættum árangri sem og líðan og starfsánægju starfsmanna.

Árangurstjórnun

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar og skólastjóri Lækjarskóla hafa undirritað samning um að Lækjarskóli taki þátt í innleiðingu árangursstjórnunar. Lækjarskóli hefur ásamt nokkrum öðrum stofnunum verið í sporgöngu hvað þetta varðar. Starfsáætlun og framkvæmd hennar er afrakstur þessa samkomulags.

Mannauðsstefna Lækjarskóla

Lækjarskóli er framsækinn og lifandi vinnustaður þar sem ríkir góður starfsandi og mikil áhersla er lögð á góða mannauðsstjórnun. 

Mannauðsmælingar

Árlega er viðhorf starfsmanna metið og gripið til viðeigandi umbóta.

Lækjarskóli leggur áherslu á markvissa mannauðsstjórnun og vill mæla reglulega þætti sem snúa að mannauði skólans og tengja þá árangursstjórnun skólans. Mælikvarðar sem tengjast mannauði skólans eru:

Ráðningarstefna

Ráðningarstefna Lækjarskóla er að ráða ávallt hæfasta einstaklinginn til mæta þeim kröfum sem starfsemin gerir til kennara og starfsmanna.

Jafnréttisstefna

Lækjarskóli er fjölskylduvænn vinnustaður og leitast er við að gæta jafnréttis milli einstaklinga. Hver nemandi og starfsmaður er metinn að verðleikum og markmiðið er að stuðla að jöfnum tækifærum einstaklinga. Þetta á við um rétt til starfa, kjara, aðstöðu og menntunar. 

  • Markmið jafnréttisstefnu Lækjarskóla eru að stuðla að því að allir eigi jafnan rétt og beri jafnar skyldur og að einstaklingum sé ekki mismunað.
  • Starfsfólki og nemendum skal ekki mismunað vegna kynferðis, kynhneigðar, aldurs, útlits, uppruna, trúar- eða stjórnmálaskoðana.
  • Með jafnréttisstefnunni lýsir Lækjarskóli vilja sínum til þess að jafna hlut ólíkra einstaklinga sem og vilja sínum til þess að bregðast við þeim aðstæðum sem benda til misréttis.
  • Eindreginn vilji er til að tryggja að námsárangur beggja kynja sé svipaður.
  • Það er eindreginn vilji að nemendur af báðum kynjum fái kynningu á framhaldsmenntun og störfum í þjóðfélaginu, ekki síst á þeim störfum þar sem annað kynið er í meirihluta í viðkomandi grein eða fagi.

Starfslokastefna

Stjórnendur skulu leitast við að þeir starfsmenn sem ljúka störfum ljúki þeim í sátt við stjórnendur, annað starfsfólk og starfsemina.