Miðvikudaginn 22. október er Bleiki dagurinn og að venju tekur Lækjarskóli þátt í þessum góða degi. Bleiki dagurinn er til að minna á að það er list að lifa með krabbameini og við stöndum með öllum þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra.

Þau sem vilja eru hvött til að klæðast einhverju bleiku í skólanum þennan dag og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma málefninu til stuðnings.